Merkir Íslendingar - Einar Ingimundarson
Eitt systkina Einars var Helga, föðuramma Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.
Einar lauk stúdentsprófi frá MR 1938, lögfræðiprófi frá HÍ 1944 og varð héraðsdómslögmaður 1949.
Blaðamaður hjá dagblaðinu Vísi í Reykjavík júlí–október 1944. Fulltrúi á skrifstofu tollstjóra í Reykjavík 1944–1945, fulltrúi borgarfógeta 1945 og fulltrúi sakadómara 1946–1952. Bæjarfógeti á Siglufirði 1952–1966. Einar var alþingismaður Siglfirðinga 1953–1956 og 1959, og alþingismaður Norðurlands vestra 1959-1966 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann afsalaði sér þingmennsku
þegar hann tók við embætti sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta í Hafnarfirði. Hann var síðan sýslumaður í Kjósarsýslu þegar sýslunni var skipt 1974 og var einnig bæjarfógeti á Seltjarnarnesi frá 1974 og í Garðabæ frá 1976. Hann lét af störfum 1987.
Einar sat í stúdentaráði Háskóla Íslands 1940-1942, formaður ráðsins 1941-1942, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1944-1945. Kosinn 1954 í kosningalaganefnd, 1955 í okurnefnd og 1964 í áfengismálanefnd. Hann sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1955, var fulltrúi á fundum Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1961 og 1962 og sat í stjórn Dómarafélags Íslands 1972–1973.
Eiginkona Einars var Erla Axelsdóttir, f. 19.4. 1924, d. 25.8.1985, húsmóðir. Foreldrar hennar: Axel Böðvarsson og k.h. Margrét Helga Steindórsdóttir. Börn Einars og Erlu: Valdís, Ingimundur og Ingveldur Þuríður.
Einar lést 28. desember 1996.
Morgunblaðið 29. maí 2017.