Menningin fyrir vestan: - Hvað er verið að bralla í sundlauginni á Þingeyri?
Í sundlauginni á Þingeyri hefur á liðnum árum ekki einungis verið hugsað um líkamlegu hliðina. Hin andlega hliðin kemur þar einnig við sögu. Í all mörg ár hefur nefnilega verið lesið þar innan stokks upp úr vestfirskum bókmenntum og jafnvel heimsbókmenntum.
Svo þarf auðvitað ekki að nefna spekingana, eða Akademíuna í heita pottinum og við kaffiborðið hjá henni Þorbjörgu Gunnarsdóttur, sem stjórnar öllu til sjós og lands í íþróttamiðstöðinni. Þar eru innanlandsmálin og heimsmálin krufin til mergjar og stundum bara hreinlega leyst!
Og svona til að monta okkur svolítið er hér upptalning á nokkrum verkum sem lesið hefur verið úr síðasta árið:
Firðir og fólk 900-1900 eftir Kjartan Ólafsson.
Kúlubaraginn mikli eftir Valdimar Gíslason.
Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Súgfirðingur fer út í heim eftir Guðbjart Gunnarsson.
Eivör og færeysk tónlist eftir Jens Guðmundsson.
Ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur eftir Pál Valsson
Útlaginn eftir Jón Gnarr
Fyrir miðjum firði Æviþættir Jóns Hjartarsonar fræðslustjóra.
Æviminningar Kristínar Dahlstedt eftir Hafliða Jónsson.
Svalvogavegur Kafli úr lífsbók Elísar Kjaran.
Vestfirskar konur í blíðu og stríðu eftir Finnboga Hermannsson.
Lífsins dómínó Öðruvísi ævisaga Skúla Halldórssonar eftir Örnólf Árnason.
Ýmsir söguþættir úr Mýrahreppi eftir Valdimar Gíslason.
Frá Bjargtöngum að Djúpi Ýmsir þættir.
Mannlíf og saga fyrir vestan Ýmsar frásagnir.
Heilagur sannleikur og aðrar bækur eftir Flosa Ólafsson.
Ævisaga Ellýjar Vilhjálms eftir Margréti Blöndal.
Lífssaga Bryndísar Schram eftir Ólínu Þorvarðardóttur.
Og svo auðvitað ótal gamansögur af Vestfirðingum lífs og liðnum.
Tekið skal fram að þessi listi er alls ekki tæmandi.