A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir

Lóðirnar dregnar. Komin full doría af vænni lúðu og enn er hluti veiðafæranna í sjó.

Oft þarf að fara þrisvar-, fjórum sinnum eða jafnvel oftar út til að ná allri línunni inn. 

.
Lúðuveiðar og hátíðarhöld á þjóðhátíðardeginum 4. júlí 1890
.

Haustið 2010 út; hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri, bók sem heitir Undir miðnætursól - Amerískir lúðuveiðarar við Ísland 1884-1897 eftir Jóhann Diego Arnórsson. Saga lúðuveiðaranna er mikilvægur hluti af sögu Dýrafjarðar en Þingeyrar þó sérstaklega.

Í bók sinni rekur Jóhann Diego rækilega margt af því sem tengdist hinum amerísku lúðuveiðurum, störfum þeirra, afdrifum og örlögum.  Skipsbók lúðuveiðiskipsins Concord árið 1890 er afar fróðlegur kafli af mörgu merkilegu sem í bókinni er.

Hér má sjá þrjá 4. júlí .

Föstudagur 4. júlí 1890. (Fjórði júlí er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna.)


Í garð er genginn hinn happasæli fjórði. Klukkan fjögur í morgun mokuðum við

út pönnu af salti og flökuðum fiskinn okkar. Þá tókum við upp og færðum okkur um

set. Vindur var þessa stundina suðvestlægur og jók ört í vindinn. Við létum þó

aðeins berast stuttan spöl og settum aftur niður akkeri. Við settum upp þjóðfánann

okkar og gengum síðan til náða. Það leit út fyrir að það ætlaði að gera einhvern rosa

í veðrinu og straumþunginn jókst.

 

Klukkan um sex létti svo til að við gátum sett niður færin okkar og enn dró úr.

Klukkan átta sáum við svo til amerískrar skútu á siglingu út með Hornbjargi.

Skonnortan Commonwealth er enn í sjónmáli. Þetta hefur verið sérlega þurr fjórði

en í morgun fengum við okkur einn góðan og svo aftur einn undir kvöldið svo lítil

hætta er á höfuðverk í fyrramálið. Það verður fátt um þetta að segja heima og hvað

með það? Svona lauk okkar skemmtun.
.
Bókin er til sölu í bókaverslunum um land allt og  í netverslun Vestfirska forlagsins: -  www.vestfirska.is
.

.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31