26.01.2016 - 16:11 | bb.is,Vestfirska forlagið
Litháískir listamenn flykkjast til Þingeyrar
Yfirheiti verkefnisins er Questioning arts. Því var svo skipt niður í fjögur ólík þemu sem hver og einn hópur vinnur með. Þrír hópanna unnu í Litháen en einn mun vinna á Þingeyri og hefst sú vinnustofa í vikulokin undir yfirskriftinni - Vegna veðurs. Þrenn sett vestfirskra listamanna hafa þegar dvalið mánaðarlangt á listavinnustofunni ytra, þar sem hverju sinni dvöldu sex manna hópar sem í voru tveir frá Íslandi og fjórir frá Litháen.
Samhliða mánaðarlöngu vinnustofunni, munu hinir þrír hóparnir koma til vikudvalar á Þingeyri. Í það heila munu 12 litháískir listamenn koma til Þingeyrar og næstu fjórar helgar verða opnaðar í Simbahöllinni ólíkar sýningar á verkum listamannanna út frá því þema sem unnið var með hverju sinni. Hópurinn sem nú er væntanlegur ríður á vaðið og þema þess hóps er þjóðmenning Litháens.