A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
26.01.2016 - 16:11 | bb.is,Vestfirska forlagið

Litháískir listamenn flykkjast til Þingeyrar

Von er á fjölmörgum litháískum listamönnum til Þingeyrar á listavinnustofur á vegum Simbahallarinnar
Von er á fjölmörgum litháískum listamönnum til Þingeyrar á listavinnustofur á vegum Simbahallarinnar
Von er á fjölmörgum litháískum listamönnum til Þingeyrar næstu vikurnar og er von á þeim fyrstu þangað í kvöld. Munu listamennirnir dvelja á listavinnustofu Simbahallarinnar – fremja list og sýna. Listamennirnir koma á vegum samstarfsverkefnis Simbahallarinnar og listavinnustofu í Litháen, Utenos meno centras. Verkefnið er Evrópuverkefni undir hatti EEA Grants, sem styrkir samstarfsverkefni Íslands, Noregs og Lictenstein við Evrópusambandslöndin. Samstarf komst á á milli Simbahallarinnar og listavinnustofunnar í Utena í gegnum Vaidu Bražiūnaitė, sem kemur frá Utena en er búsett á Vestfjörðum. 

Yfirheiti verkefnisins er Questioning arts. Því var svo skipt niður í fjögur ólík þemu sem hver og einn hópur vinnur með. Þrír hópanna unnu í Litháen en einn mun vinna á Þingeyri og hefst sú vinnustofa í vikulokin undir yfirskriftinni - Vegna veðurs. Þrenn sett vestfirskra listamanna hafa þegar dvalið mánaðarlangt á listavinnustofunni ytra, þar sem hverju sinni dvöldu sex manna hópar sem í voru tveir frá Íslandi og fjórir frá Litháen. 

Samhliða mánaðarlöngu vinnustofunni, munu hinir þrír hóparnir koma til vikudvalar á Þingeyri. Í það heila munu 12 litháískir listamenn koma til Þingeyrar og næstu fjórar helgar verða opnaðar í Simbahöllinni ólíkar sýningar á verkum listamannanna út frá því þema sem unnið var með hverju sinni. Hópurinn sem nú er væntanlegur ríður á vaðið og þema þess hóps er þjóðmenning Litháens.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31