A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
20.12.2018 - 11:02 | Hallgrímur Sveinsson

Leyndardómar Vestfjarða 3: Silfurbergsnáman í Meðaldal

Galvaskir námumenn. Frá vinstri: Einar Einarsson, Jón Bjarnason og Jónas Þorsteinsson.
Galvaskir námumenn. Frá vinstri: Einar Einarsson, Jón Bjarnason og Jónas Þorsteinsson.

Í botni Meðaldals í Dýrafirði áttu sér stað framkvæmdir nokkrar um 1910. Var það námugröftur og var leitað eftir silfurbergi, sem þá var í háu verði og notað í smásjár og fleiri slík tæki. 

   Þeir sem unnu að verkinu voru Einar Einarsson (1880-1939) bátasmiður úr Reykjavík, Jón Bjarnason (1894-1912) frá Þingeyri, sonur Bjarna Guðbrandar Jónssonar, frumherja í járn-og vélsmíði á Þingeyri og Jónas Þorsteinsson (1880-1918) steinsmiður úr Reykjavík, en hann var kunnáttumaður um sprengingar og hefur líklega verið verkstjóri við námavinnsluna. Náman mun vera 10-15 metrar að lengd, en námuopið er um 2,5 metrar á hæð. 

   Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur, úrskurðaði að í námunni sé ekki um silfurberg að ræða heldur aðallega aragónít, sem er skylt silfurberginu. 

                                                                                            (Mannlíf og saga 1. hefti)

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31