A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
30.10.2017 - 17:29 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

LÝÐHÁSKÓLINN FÆR STYRK OG AUGLÝSIR EFTIR FRAMKVÆMDASTJÓRA

Frá Flateyri. Ljósm.: BIB
Frá Flateyri. Ljósm.: BIB

Stjórn félags um lýðháskóla á Flateyri samþykkti á dögunum að auglýsa eftir framkvæmdastjóra til að undirbúa stofnun skólans.

Félagið mun vinna með Fræðslumiðstöð Vestfjarða að málinu en Fræðslumiðstöðin fékk nýlega 5 milljóna kr. framlag frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu til að þróa lýðháskóla. Áður hafði félagið fengið styrk frá uppbyggingarsjóði Vestfjarða til verkefnisins.

Framkvæmdastjóri verður með starfsstöð á Flateyri og vinnur að þróun skólans og undirbúningi. Umsóknarfrestur verður til 1. desember og ráðið í stöðuna frá 15. febrúar 2018.

Stjórn félags um stofnun lýðháskóla á Flateyri lýsti jafnframt á fundi sínum yfir sérstakri ánægju með fyrirhugað samstarf við Fræðslumiðstöðina um málið og þakkaði mennta- og menningarmálaráðherra fyrir þann áhuga sem hann hefur sýnt verkefninu sem og öðrum þeim sem að þróun þess hafa komið.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31