A A A
  • 1959 - Guðbjörg Bjarnadóttir
  • 1962 - Daðína Margrét Helgadóttir
  • 1963 - Jón Lárus Guðmundsson
  • 1987 - Snæbjörn Marinó Reynisson
01.01.2017 - 16:58 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Króndemantabrúðkaup súgfirskra hjóna

Súgfirðingarnir Kristín Sturludóttir og Guðbjörn Björnsson.
Súgfirðingarnir Kristín Sturludóttir og Guðbjörn Björnsson.
Súgfirðingarnir Kristín Sturludóttir og Guðbjörn Björnsson eiga 65 ára brúðkaupsafmæli í dag, 1. janúar 2017.

Þau voru gefin saman í hjónaband í Suðureyrarkirkju í Súgandafirði, 1. janúar 1952 af séra Jóhannesi Pálmasyni presti, sem þjónaði þar í rúmlega 30 ár.

Hann sendi þeim þessa vísu þegar liðin voru 25 ár, á silfurbrúðkaupsdaginn:

 

Í dag hljómar sætt ykkar silfraða bjalla,

um sæmd þá er fylgdi ykkur leiðina alla.

Svo hljómi hún áfram uns gullhörpur gjalla,

og glitrandi demantar til ykkar falla.

« Ágúst »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31