A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
15.07.2017 - 07:54 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Kristján Ottósson áttræður á morgun - Stýrir ennþá Lagnafélaginu

Dýrfirðing­urinn Kristján Ottós­son.
Dýrfirðing­urinn Kristján Ottós­son.
« 1 af 2 »
Kristján Ottós­son verður átt­ræður á morg­un, 16. júlí 2017.

Hann er einn aðal­frum­kvöðull að stofn­un Lagna­fé­lags Íslands árið 1986 og fyrsti formaður þess og fram­kvæmda­stjóri frá upp­hafi. Hann hef­ur verið rit­stjóri og ábyrgðarmaður bæði Lagna­frétta og frétta­bréfs fé­lags­ins frá stofn­un þess, og liggja marg­ar grein­ar eft­ir hann í báðum rit­un­um, auk fjölda annarra blaðagreina.

„Þegar Lagna­fé­lagið var stofnað 1986 var ástandið þannig að iðnaðar­menn og hönnuðir töluðust ekki við, voru feimn­ir hvor­ir við aðra. Þetta var stórt vanda­mál. Lagna­fé­lagið opnaði þessa rás og nú vill eng­inn fara til baka. Það eru all­ir vin­ir eins og þar stend­ur,“ en að Lagna­fé­lag­inu koma all­ar þær fag­stétt­ir sem vinna að lagna­mál­um.

Kristján var einn aðal­hvatamaður að stofn­un Tölvu­tækni­fé­lags Íslands árið 1991, vara­formaður og fram­kvæmda­stjóri fyrstu fjög­ur árin og það var einnig fyr­ir til­stuðlan og eld­móð Kristjáns að Lagna­kerfamiðstöð Íslands var stofnuð árið 1999. Kristján var fram­kvæmda­stjóri miðstöðvar­inn­ar frá upp­hafi, þar til hún var gef­in Tækni­skól­an­um, skóla at­vinnu­lífs­ins, árið 2009. Það er ekki síst fyr­ir til­stuðlan Kristjáns að fjöldi ráðstefna og fyr­ir­lestra á sviði lagna­mála hef­ur verið hald­inn hér á landi. Í ár­araðir fór Kristján sem far­ar­stjóri lagna­manna á fag­sýn­ing­ar er­lend­is.

Áður en Kristján varð fram­kvæmda­stjóri Lagna­kerfamiðstöðvar­inn­ar rak hann Hita- og loftræstiþjón­ust­una ehf. frá 1988 til 2000 í 12 ár. Kristján hef­ur unnið mikið að fé­lags­störf­um og var m.a. formaður Fé­lags blikksmiða árið 1972-1984, en hann er blikksmiður og vél­stjóri að mennt. Hann hef­ur hlotið fjölda viður­kenn­inga fyr­ir störf sín og fé­lags­mál og var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu af for­seta Íslands, 17. júní 2013.

Kristján er kvænt­ur Þóru Haf­dísi Þór­ar­ins­dótt­ur, fyrr­ver­andi banka­starfs­manni, og eignuðust þau fjög­ur börn, þrjár dæt­ur og einn son.

Kristján fædd­ist í Sval­vog­um í Dýraf­irði og þau hjón­in eiga hús á Þing­eyri.

„Við erum eins mikið hérna og við get­um, erum hér í júní, júlí, ág­úst og sept­em­ber. Við erum að dytta að hús­inu og þjóna trján­um og blóm­un­um. Trén eru orðin tólf metra há síðan við plöntuðum þeim en það var ekki eitt ein­asta tré hérna þegar við keypt­um húið árið 1994.“

Í til­efni af af­mæli Kristjáns verður veisla í sam­komu­hús­inu á Þing­eyri á morg­un og hefst hún kl. 4.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 15. júlí 2017.

 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31