A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
03.05.2017 - 19:21 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Krían er komin í Arnarfjörðinn!

Kría. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Kría. Ljósm.: Davíð Davíðsson.

Hópur af kríum mætti í Arnarfjörðinn í morgun kl. 11 fyrir hádegi. Frúin á Eyri tók sjálf á móti þessum aufúsugesti. Eru þetta fyrstu kríurnar sem við vitum um hérna fyrir vestan á þessu vori. Krían er einstakur fugl eins og allir vita. Þegar hún er mætt á svæðið er eins og allt breyti um svip.

   En þótt merkilegt sé er örn í Arnarfirði þessa dagana. Heldur hann sig í æðarvörpunum á Eyri og Auðkúlu. Konungur fuglanna er ekki sami aufúsugesturinn í æðarvörpum eins og krían. Þó svo æðarfuglinn sé ekki farinn að setjast upp ennþá, þá styttist í það. Æðarbændur eru því fegnastir þegar konungurinn lætur ekki sjá sig í vörpunum. Þar er hann bara vágestur ef satt skal segja. Þess  vegna eru menn að vona að frú Kría og bóndi hennar hreki hann á brott sem fyrst. Það er eiginlega þeirra hlutverk að verja vörpin, enda verpir hún þar sjálf og veitir æðarfuglinum mikinn stuðning í verki. Hrekur alla varga á braut sem hún getur: Örninn, krumma gamla, hettumávinn, múkkann,   tófuna, minkinn og jafnvel manninn! Krían er nefnilega einhver hugaðasti fugl sem um getur. Nokkurs konar orustuþota fuglaheimsins.



« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31