26.08.2010 - 17:19 | JÓH
Krakkar úr 7. bekk í skólabúðum á Reykjum
Krakkar úr 7. bekk í Grunnskólanum á Þingeyri eru nú stödd á Reykjum í Hrútafirði ásamt nemendum frá nærliggjandi bæjarfélögum. Ferðalagið hófst síðastliðna helgi og er von á hópnum heim á morgun. Tilgangur ferðalagsins eru skólabúðir, en krakkarnir munu meðal annars fá kennslu í náttúrufræði, fjármálafræði og íþróttum ásamt því að skoða Byggðarsafnið í Hrútafirði. Fréttir af ferðalaginu ásamt nokkrum myndum er að finna á heimasíðu Grunnskólans á Þingeyri.