A A A
  • 1999 - Birkir Freyr Konráðsson
14.02.2018 - 17:06 | Grunnskóli Þingeyrar

Kötturinn sleginn úr tunnunni

Skólabörn í Grunnskólanum á Þingeyri og leikskólanum Laufási létu veðrið ekki á sig fá og fögnuðu öskudeginum með margskonar leikjum og skemmtunum. Á Þingeyri er ekki hefð fyrir því að ganga í hús á öskudag og syngja fyrir húsráðendur og búðaeigendur í von um gotterí líkt og þekkist víða annarsstaðar á landinu, heldur fer sá siður fram á þrettándanum, eða 6. janúar. Krakkarnir gerðu sér glaðan dag og mættu í skólann í náttfötum eða heimagöllum, kötturinn var sleginn úr tunnuni og 1.-2. bekkur grunnskólans heimsóttu leikskólann og tóku þátt í skemmtunum þar, en sú heimsókn er liður í samvinnu skólastiganna í Ísafjarðarbæ og tengist verkefninu Brúum bilið. 


« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28