A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
06.05.2017 - 06:58 | Björn Ingi Bjarnason,Komedia,Vestfirska forlagið

Kómedían og Ísafjarðarbær endurnýja samstarfssamning

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Elfar Logi með nýundirritaðan samstarfssamning.
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Elfar Logi með nýundirritaðan samstarfssamning.

Síðustu ár hefur verið sérstakur samstarfssamningur millum Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar. Samningurinn er bæði verkefna og styrktarsamningur. Þannig vinnur leikhúsið fjölmörg verkefni fyrir bæinn árlega auk þess að fá fasta styrktarupphæð árlega. Skal þess getið strax að fyrir þennan samning var rekstur leikhússins í járnum oftar en alla daga. Samningur þessi rann svo út á liðnu ári svo einsog ávallt þarf að gjöra þegar þannig er þá er mikilvægt að horfa yfir farin veg. Skoða hvernig til hafi tekist og gera jafnvel einhverjar breytingar ef þannig verkast. 

Við gáfum okkur góðan tíma og loks núna 2. maí var samstarfssamingur okkar við Ísafjarðarbæ endurnýjaður. Við í Kómedíuleikhúsinu eru sérlega þakklát og já bara hrærð á þessum tímamótum. Um leið lítum við á þessa endurnýjun sem ákveðna viðurkenningu á okkar störfum. 



« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31