19.01.2010 - 23:04 | BB.is
Kennir eróbikk í vatni
Hjónin Nadia Ashkenazy og Martin Jones hafa hrint úr vör námskeiði í sunderóbikki á norðanverðum Vestfjörðum. Fyrsti tíminn fór fram á Þingeyri um síðustu helgi en ætlunin er að það verði haldið í Flateyrarlaug er hún verður opnuð á ný eftir viðgerð. „Við búumst við því að námskeiðið hefjist á Flateyri í febrúar en við höfum einnig áhuga á því að halda námskeið á Þingeyri ef næg þátttaka fæst," segir Nadia. Hún segir að um sé að ræða létta sundleikfimi. „Þar sem vatnið styður við mann er reynir það minna á liðina en það er samt áreynsla því þungi vatnsins veitir manni mótstöðu, þetta er því allt öðruvísi og venjulegt eróbikk."