22.11.2009 - 12:17 | JÓH
Kennarar tóku áskoruninni
Kennarar í Grunnskólanum á Þingeyri sendu frá sér eftirfarandi tilkynningu varðandi áskorun krakkanna í Félagsmiðstöðinni um að keppa við þá í fótbolta:
Kennarar og starfsfólk GÞ héldu fund á föstudag, 19 nóvember, þar sem farið var yfir meiðslalista og líkamsástand liðsins og var ákveðið í framhaldi þess að taka áskorun nemenda að tveimur skilyrðum uppfylltum.
Skilyrði 1: Að leikurinn sé 2x10 mín í stað 2x20 eins og kom fram í kröfu nemenda. (Ástæðan er sú að vegna mikilla anna starfsfólks (prjónakvöld, þurrblómarækt og fl.) geta þeir ekki séð sér fært um að spila lengur þetta kvöld).
Skilyrði 2: Kennarar krefjast þess að vera í lopapeysum frekar en bleikum fatnaði. (Ástæðan er að vegna fyrri reynslu hafa margir nemendur slasast á móti meistaraliði starfsfólk GÞ í fótbolta og því viljum við vera í mýkri klæðnaði svo minni slysahætta sé fyrir nemendur.
Taka skal fram að starfsfólk GÞ sigraði glæsilega á Íslandsmóti grunnskólakennara á síðasta ári. Nú í sumar hélt liðið í miklar æfingabúðir í Ítalíu þar sem liðið keppti við mörg stórliðin og stóð sig nokkuð vel. Leikurinn á mánudaginn er því góð æfing fyrir Heimsmeistaramót Grunnskólakennara sem haldið verður í Suður Afríku næsta sumar. Ekki er óskað eftir svari við framsettum skilyrðum og teljast þau samþykkt af hálfu nemenda (annars mun heimalærdómur aukast töluvert á næstu vikum).
Með keppniskveðju,
Kennarar og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri
*Leikurinn fer fram á skólalóð Grunnskólans annað kvöld, 22. nóvember, kl.20:00
Kennarar og starfsfólk GÞ héldu fund á föstudag, 19 nóvember, þar sem farið var yfir meiðslalista og líkamsástand liðsins og var ákveðið í framhaldi þess að taka áskorun nemenda að tveimur skilyrðum uppfylltum.
Skilyrði 1: Að leikurinn sé 2x10 mín í stað 2x20 eins og kom fram í kröfu nemenda. (Ástæðan er sú að vegna mikilla anna starfsfólks (prjónakvöld, þurrblómarækt og fl.) geta þeir ekki séð sér fært um að spila lengur þetta kvöld).
Skilyrði 2: Kennarar krefjast þess að vera í lopapeysum frekar en bleikum fatnaði. (Ástæðan er að vegna fyrri reynslu hafa margir nemendur slasast á móti meistaraliði starfsfólk GÞ í fótbolta og því viljum við vera í mýkri klæðnaði svo minni slysahætta sé fyrir nemendur.
Taka skal fram að starfsfólk GÞ sigraði glæsilega á Íslandsmóti grunnskólakennara á síðasta ári. Nú í sumar hélt liðið í miklar æfingabúðir í Ítalíu þar sem liðið keppti við mörg stórliðin og stóð sig nokkuð vel. Leikurinn á mánudaginn er því góð æfing fyrir Heimsmeistaramót Grunnskólakennara sem haldið verður í Suður Afríku næsta sumar. Ekki er óskað eftir svari við framsettum skilyrðum og teljast þau samþykkt af hálfu nemenda (annars mun heimalærdómur aukast töluvert á næstu vikum).
Með keppniskveðju,
Kennarar og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri
*Leikurinn fer fram á skólalóð Grunnskólans annað kvöld, 22. nóvember, kl.20:00