17.03.2011 - 10:01 | JÓH
Karen Lind og Erla í Ungfrú Vestfirðir 2011
Tvær stúlkur frá Dýrafirði eru meðal þátttakenda í Ungfrú Vestfirðir 2011 en það eru þær Karen Lind Richardsdóttir og Erla Sighvatsdóttir. Alls taka 10 stúlkur þátt í ár, sem er metþátttaka, en keppnin fer fram í Félagsheimilinu í Hnífsdal þann 26. mars. Hægt er að kjósa Netstúlkuna 2011 hér, en netkosningu lýkur tveimur dögum fyrir keppnina. Miðasala fyrir keppnina er ekki hafin en hægt er að fylgjast með á Facebooksíðu keppninnar.