22.02.2011 - 13:45 | JÓH
Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins
Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins verður sunnudaginn 13. mars í Fella- og Hólakirkju. Hann hefst með messu kl. 14:00 en strax að henni lokinni, kl. 15:00, verður kaffi og dýrindis meðlæti til sölu í safnaðarheimili kirkjunnar. Kynning á stofnun og starfsemi Dýrfirðingafélagsins verður á veggspjöldum. Aðstaða verður fyrir yngri kynslóðina til afþreyingar.
Biðjum ykkur að hvetja alla ættingja, vini og kunningja til að mæta á Kaffidaginn.
Hlökkum til að sjá ykkur;
f.h. stjórnar
Bergþóra
Biðjum ykkur að hvetja alla ættingja, vini og kunningja til að mæta á Kaffidaginn.
Hlökkum til að sjá ykkur;
f.h. stjórnar
Bergþóra