A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
10.03.2010 - 15:43 | Tilkynning

Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins

Allur ágóði af veitingasölu Kaffidagsins fer í sjóð sem veitt er úr til góðra málefna í Dýrafirði. Mynd: Davíð Davíðsson
Allur ágóði af veitingasölu Kaffidagsins fer í sjóð sem veitt er úr til góðra málefna í Dýrafirði. Mynd: Davíð Davíðsson
Kaffidagurinn verður haldinn í Fella- og Hólakirkju (Hólabergi 88 í Breiðholtinu, í næsta nágrenni Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs) sunnudaginn 14 mars n.k. Sú hefð hefur skapast að Dýrfirðingar hafa fjölmennt í messu sem hefst kl. 14:00 og síðan verður sala á kaffi og meðlæti strax á eftir eða um kl. 15:00. Kaffinefnd félagsins, skemmtinefnd og stjórn leggja til kökur, brauð og fleira góðgæti til að hafa með kaffinu. Ef einhverja fleiri langar til að leggja þeim lið þá er það afskaplega vel þegið. Við minnum á að við erum ekki posavædd svo munið eftir reiðufénu!

 

Það er okkur mikið ánægjuefni að segja frá því að sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir sóknarprestur á Þingeyri og dr. Einar Sigurbjörnsson predika og þjóna fyrir altari. Kór brottfluttra Dýrfirðinga mun leiða safnaðarsöng en þau hafa hist og æft sérstaklega í tilefni dagsins undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantórs Fella- og Hólakirkju. Það er von okkar að sem allra flestir mæti og Dýrfirðingar, ættingjar, venslafólk þeirra og vinir eigi góða stund saman við veisluborðið. Boðið verður upp á afþreyingu fyrir börnin.

 

Kaffinefnd Dýrfirðingafélagsins gegnir lykilhlutverki í skipulagi og undirbúningi Kaffidagsins. Allur ágóði af veitingasölu Kaffidagsins fer í sjóð sem veitt er úr til góðra málefna í Dýrafirði. Sjóðurinn lagði byggingu Tjarnar lið og hefur styrkt heimilið með húsbúnaði ýmis konar. Ennfremur má nefna Höfrung, Skrúð og Grunnskólann á Þingeyri sem hafa notið framlaga úr Kaffisjóði."


Með fyrirfram þökk og bestu kveðjum,

f.h. Dýrfirðingafélagsins

Bergþóra Valsdóttir

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31