Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins
Það er okkur mikið ánægjuefni að segja frá því að sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir sóknarprestur á Þingeyri og dr. Einar Sigurbjörnsson predika og þjóna fyrir altari. Kór brottfluttra Dýrfirðinga mun leiða safnaðarsöng en þau hafa hist og æft sérstaklega í tilefni dagsins undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantórs Fella- og Hólakirkju. Það er von okkar að sem allra flestir mæti og Dýrfirðingar, ættingjar, venslafólk þeirra og vinir eigi góða stund saman við veisluborðið. Boðið verður upp á afþreyingu fyrir börnin.
Kaffinefnd Dýrfirðingafélagsins gegnir lykilhlutverki í skipulagi og undirbúningi Kaffidagsins. Allur ágóði af veitingasölu Kaffidagsins fer í sjóð sem veitt er úr til góðra málefna í Dýrafirði. Sjóðurinn lagði byggingu Tjarnar lið og hefur styrkt heimilið með húsbúnaði ýmis konar. Ennfremur má nefna Höfrung, Skrúð og Grunnskólann á Þingeyri sem hafa notið framlaga úr Kaffisjóði."
Með fyrirfram þökk og bestu kveðjum,
f.h. Dýrfirðingafélagsins
Bergþóra Valsdóttir