A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
07.07.2017 - 06:22 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

KOSTNAÐUR TVEGGJA STOFNANA UM 12 MILLJÓNIR

Strandlína Teigsskógs.
Strandlína Teigsskógs.

Kostnaður Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar við vinnu sem tengist fyrirhugaðri vegagerð í Teigsskógi nemur gróflega um 12 milljónir  kr. Þetta kemur fram í skriflegu svari Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingmanns Framsóknaflokks í Norðvesturkjördæmi.

Í svari umhverfisráðherra kemur fram að frá árinu 2004 hefur Umhverfisstofnun ráðstafað um sex vikna vinnu í umsagnir vegna þessa máls á ýmsum stigum þess. Umhverfisstofnun áætlar að kostnaður við þessa vinnu sé um 1,4 millj. kr. á verðlagi ársins 2017.

Á árabilinu 2003–2017 hafa áform Vegagerðarinnar um lagningu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit komið nokkrum sinnum til umfjöllunar Skipulagsstofnunar.  Í svarinu segir að tiltekin vinna Skipulagsstofnunar er greidd af framkvæmdaraðila. Það á við um afgreiðslu stofnunarinnar á matsáætlun, kynningu hennar á frummatsskýrslu og vinnu að áliti um mat á umhverfisáhrifum. Önnur vinna stofnunarinnar varðandi matsskyldar framkvæmdir, svo sem erindi sem lúta að endurupptöku mála, eru ekki greidd af framkvæmdaraðila.

Samkvæmt málaskrá Skipulagsstofnunar hafa helstu verkefni stofnunarinnar um Vestfjarðaveg um Gufudalssveit varðað:
–      Matsáætlun 2003–2004.
–      Kynningu matsskýrslu og úrskurður 2005–2007.
–      Aðkomu að vinnu samgönguráðherra við að leita lausna 2011.
–      Matsáætlun 2012–2014.
–      Samráð við Vegagerðina og ráðuneyti um málsmeðferð 2014.
–      Erindi Vegagerðarinnar og ákvörðun um endurupptöku 2015.
–      Matsáætlun 2015.
–      Kynningu frummatsskýrslu og álit um mat á umhverfisáhrifum 2016–2017.

Einungis hluti ofangreindra mála er greiddur af Vegagerðinni og því liggja ekki fyrir tæmandi upplýsingar um kostnað Skipulagsstofnunar vegna alls framangreinds. Gróft má þó áætla að beinn kostnaður stofnunarinnar nemi um 10 millj. kr.


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31