A A A
  • 1963 - Jóhannes Frank Jóhannesson
  • 1979 - Marika Jopp
02.05.2017 - 08:17 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Jón í yfir fimmtíu litum • Afsteypurnar af Jóni Sigurðssyni áfram vinsælar

« 1 af 2 »

Hönn­un­ar­var­an Jón í lit hef­ur slegið í gegn á ís­lensk­um heim­il­um á síðustu árum. Nýj­asti lit­ur­inn, fyr­ir árið 2017, er föl­grænn og hef­ur platt­inn nú verið gef­inn út í yfir fimm­tíu lit­um frá því að hug­mynd­in um að lita af­steyp­ur af Jóni Sig­urðssyni spratt upp hjá vöru­hönnuðinum Alm­ari Al­freðssyni.

„Ég keypti kop­ar­lág­mynd af Jóni Sig­urðssyni í Góða hirðinum sum­arið 2010. Um vet­ur­inn var ég í af­steypukúrsi í Lista­há­skól­an­um og datt í hug að taka af­steypu af þess­ari mynd og gefa fjöl­skyldumeðlim­um í jóla­gjöf. Þetta sló ræki­lega í gegn og spurðist fljótt út,“ seg­ir Alm­ar. „Árið 2011 ákváðum við hjón­in svo að koma þessu út á markaðinn. Þetta ár voru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns og ákváðum við að gera tutt­ugu lág­mynd­ir í lit og kom­um þessu í nokkr­ar versl­an­ir um landið. Þá byrjaði bolt­inn að rúlla og hef­ur ekki hætt síðan og er Jón nú seld­ur í 20 versl­un­um um land allt.“

 

Lit­irn­ir lýsa heim­il­un­um

Fyrstu tutt­ugu lit­irn­ir spönnuðu allt lit­rófið og síðan þá hef­ur Alm­ar bætt við ýms­um lit­brigðum. Hann seg­ir að stór þátt­ur í vin­sæld­um hönn­un­ar­inn­ar sé að fólk get­ur per­sónu­gert hönn­un­ina með því að velja og raða lit­un­um á þann veg sem hent­ar heim­il­inu best.

 

„Þegar við velj­um nýja liti skoðum við vel hvað er að ger­ast úti í heimi og hvernig þeir lit­ir passa við litap­all­ett­una okk­ar. Í dag eru 36 lit­ir í boði og því nóg um að velja þegar finna á rétta liti inn á heim­ilið. Við erum alltaf að sjá nýj­ar uppraðanir og lita­sam­setn­ing­ar hjá fólki, og lýs­ir þetta heim­il­un­um og íbú­un­um oft mjög vel.“

Alm­ar út­skrifaðist sem vöru­hönnuður úr Lista­há­skól­an­um árið 2011 og hafa platt­arn­ir tekið mikið af tíma hans síðan þá. „Við tók­um þá ákvörðun í upp­hafi að við mynd­um gera þetta sjálf frá grunni en ekki panta þetta að utan. Ferlið er um 5 til 6 dag­ar frá dufti til full­unn­ins eintaks í umbúðum. Við sjá­um alls ekki eft­ir því vegna þess að hvert ein­tak er ein­stakt. “

Fyr­ir þrem­ur árum ákváðu Alm­ar og eig­in­kona hans, Heiða Björk Vil­hjálms­dótt­ir, að opna minnstu og einu hönn­un­ar­sjoppu lands­ins í Listagil­inu á Ak­ur­eyri, sem kall­ast Sjopp­an vöru­hús, og selja þar hönn­un­ar­vör­urn­ar út um lúgu.


Erfiðara að selja útlendingum



Lág­mynd­irn­ar af Jóni Sig­urðssyni urðu fljót­lega vin­sæl inn­flutn­ings­gjöf. Alm­ar seg­ir að hönn­un­in hafi komið á markaðinn á hár­rétt­um tíma, eft­ir hrunið hafi fólk horft inn á við og leitað í þjóðleg ein­kenni. Hann tel­ur að lág­mynd­in hafi fyrst verið steypt fyr­ir Lýðveld­is­hátíðina árið 1944 þar sem ýmis fé­lög hafi selt hana og eft­ir hátíðina hafi mátt finna lág­mynd­irn­ar á mörg­um heim­il­um. Vegna vís­un­ar þeirra í sögu Íslands seg­ir Alm­ar að erfiðara sé að markaðssetja þær gagn­vart út­lend­ing­um. „Við ákváðum að ein­blína á ís­lensk­an markað því út­lend­ing­ar þurfa mun meiri út­skýr­ingu á mik­il­vægi Jóns for­seta en hægt er að gera í búðarápi. En þeim sem þekkja sög­una og Jón finnst þetta skemmti­leg hönn­un.“

 

Morgunblaðið 2. maí 2017.



« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30