Jón Svanberg Hjartarson nýr formaður Önfirðingafélagsins
Að afloknum aðalfundi skipti stjórnin með sér verkum sem hér segir:
Jón Svanberg Hjartarson, formaður (á rætur að hluta að Núpi og Klukkulandi í Dýrafirði)
Ómar Örn Magnússon, ritari
Jón Grétar Magnússon, gjaldkeri
Gretar Þór Sæþórsson, meðstjórnandi
Henný Árnadóttir, meðstjórnandi
Anna Kristín Gunnarsdóttir, varamaður (á rætur að hlut að Höfða í Dýrafirði)
Ólafur Kristjánsson, varamaður
Stjórnin ræddi á sínum fyrsta fundi ýmis aðkallandi verkefni svo sem félagatal, heimasíðu, samfélagsmiðla og fleira. Það liggur fyrir að koma þarf heimasíðumálum á hreint og uppfæra síðuna eða hreinlega að endurnýja hana þannig að standist öryggiskröfur og að hún verði betur varin innbrotum. Þá verða hýsingarmál skoðuð sérstaklega. Á meðan er það feisbókin sem gildir: Önfirðingafélagið er hér á feisbók.
Starf Önfirðingafélagsins var gríðarlega öflugt til margra ára – svo öflugt að eftir því var tekið á landsvísu. ,,Það gerðist ekki af sjálfu sér og eiga margir miklar þakkir skilið fyrir framlagið. Það er ekki á neinn hallað þó Björns Inga Bjarnasonar sé sérstaklega getið þegar horft er til baka þótt margir hafi komið að málum áður og með honum í gegn um tíðina. Ný stjórn Önfirðingafélagsins mun óhikað leita ráða og aðstoðar hjá þeim sem áður hafa stjórnað félaginu, í þeirri viðleitni að efla starfið til framtíðar. Gerum Önfirðingafélagið aftur að skemmtilegum vettvangi allra Önfirðinga, heima og heiman, segir Jón Svanberg á feisbókarsíðu félagsins.