06.12.2016 - 20:32 | Vestfirska forlagið,Sæmundur Þorvaldsson,Skógræktarfélag Dýrafjarðar
Jólatréð 2016 á Söndum
Skógræktarfélag Dýrafjarðar tilkynnir að sunnudaginn 11. des. 2016 milli kl. 13:00 og 15:00 gefst fólki kostur á að höggva sér jólatré í skógreit félagsins á Söndum, TOYOTA - svæði. Einnig hægt að klippa skrautgreinar.
Í boði er: sitkagreni og stafafura.
Hvert tré kostar 5.000 kr. –staðgreitt í seðlum.
Í boði er: sitkagreni og stafafura.
Hvert tré kostar 5.000 kr. –staðgreitt í seðlum.
Búið verður að merkja tré sem má taka en menn þurfa að hafa sög meðferðis.
Aðkoma að svæðinu er af Brekkuhálsi.
Fara þarf varlega á litlum bílum, -vegslóði en ekki vegur.
Heitt kakó, ketilkaffi og piparkökur á staðnum.
Aðeins þessi eini dagur !