21.11.2018 - 10:21 |
Jólatíðin hefst í Simbahöllinni
Jólabjórinn er mættur í Simbahöllina og á laugardagskvöldið verður barinn opinn. Bragða má þá á jólabjór sem og nýjasta vestfirka bjórnum frá Dokkunni. Kanadíska tónlistarkonan Shhh mun einnig stíga á stokk og leika nokkur lög.
15. og 16. desember verður svo boðið uppá smørrebrød uppá danska mátann, en þetta er fjórða árið sem þau í Simbahöllinni bjóða uppá það fyrir jólin. Að sögn Janne Kristensen, smurbrauðsmeistara Simbahallarinnar, taka þau enga sénsa á nýjungum í smørrebrøds heiminum heldur halda þau sig við gamalreyndar uppskriftir sem slegið hafa í gegn kynslóð eftir kynslóð.