05.12.2009 - 10:25 | Tilkynning
Jólaföndur í Grunnskólanum í dag
Hið árlega jólaföndur foreldrafélags Grunnskólans á Þingeyri verður haldið í grunnskólanum í dag, 5. des., kl.13-16. Laufabrauðið verður á sínum stað og kostar 60 kr. stk. og ýmislegt föndur á 100 - 600 kr. Minnum á að hafa með sér hnífa og járn fyrir laufabrauðið. Fyrir þá sem ætla að mála væri fínt að taka með sér pensla, einhverjir penslar verða á staðnum. 10. bekkur verður með hressingu; kaffi og piparkökur.
Hlökkum til að eiga notalegan dag saman!
Með jólakveðju,
Foreldrafélag Grunnskólans á Þingeyri
Hlökkum til að eiga notalegan dag saman!
Með jólakveðju,
Foreldrafélag Grunnskólans á Þingeyri