27.12.2010 - 18:38 | JÓH
Jólaball, diskótek og jólavist
Hið árlega jólaball Höfrungs verður haldið í Félagsheimilinu á morgun, 28.desember, kl . 16:00. Að vanda verður dansað í kringum jólatréð, boðið upp á kakó og meðlæti og heyrst hefur að jólasveinarnir ætli að gera sér ferð í Dýrafjörðinn. Að jólaballi loknu, eða frá kl. 19:30 - 22:00, verður diskótek í sundlauginni á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar og Félags-miðstöðvarinnar Dýra. Aðgangur að diskótekinu er ókeypis en það er hugsað fyrir börn á unglingastigi. Miðvikudagskvöldið 29.desember verður jólavist í Héraðskólanum að Núpi kl 20:30 á vegum Kvenfélags Mýrahrepps. Boðið verður upp á kaffi og rjómavöfflur og er aðgangseyrir 1000 krónur.
Dýrfirðingar og nærsveitamenn eru hvattir til að mæta á viðburðina og gleðjast saman á jólahátíðinni.
Dýrfirðingar og nærsveitamenn eru hvattir til að mæta á viðburðina og gleðjast saman á jólahátíðinni.