A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
05.07.2010 - 17:29 | bb.is

Jarðgöng til að rjúfa vetrareinangrun

Dýrafjarðargöng myndu rjúfa vetrareinangrun og tengja saman norðan- og sunnanverða Vestfirði.
Dýrafjarðargöng myndu rjúfa vetrareinangrun og tengja saman norðan- og sunnanverða Vestfirði.
Aðgerðahópurinn Áfram vestur segir Dýrafjarðargöng bæði nauðsynleg og óhjákvæmileg til að efla byggðina á Vestfjörðum með því að tengja byggðarlög saman og stækka atvinnusvæðin. Þetta kemur fram í umsögn hópsins um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012. Þar er minnt á að Alþingi samþykkti 13. maí 2000 sérstaka þingsályktun um jarðgangaáætlun fyrir árin 2000-2004. Í nefndaráliti samgöngunefndar segir: „Með jarðgöngum má rjúfa vetrareinangrun, stækka atvinnu- og þjónustusvæði og tengja saman byggðarlög með þeim hætti að skilyrði skapist fyrir eflingu byggðar og hagstæða íbúaþróun." Hópurinn segir að unnið hafi verið samkvæmt þessari samþykkt. Jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar eru löngu búin og jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar eru á lokastigi, en þessi göng voru sérstaklega tilgreind í þingsályktuninni.

Þá var kveðið á um þrenn önnur göng sem skyldu undirbúin með rannsóknum. Það eru göngin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og milli Héraðs og Vopnafjarðar. Síðastnefndu göngin eru greinilega komin á bið þar sem ákveðið var síðar að ráðast í nýjan veg um Vopnafjarðarheiði, en hin tvenn voru á Alþingi samþykkt til framkvæmda vorið 2008 með sértökum viðauka við samgönguáætlun. Gert var ráð fyrir að hefja framkvæmdir við Norðfjarðargöng árið 2009 og ári síðar við Dýrafjarðargöng. „Jarðgöngin hafa fylgst að alla tíð, enda eru þau gerð í sama tilgangi og með sömu rökum," segir í umsögninni, en þá höfðu Dýrafjarðargöng verið fjarlægð úr samgönguáætlun. Frá því að hópurinn sendi inn umsögnina var ákveðið að breyta samgönguáætlun á þann hátt að veitt verði 20 milljóna króna framlag til undirbúnings Dýrafjarðarganga fram til ársins 2012.

Hópurinn Áfram vestur hefur ítrekað bent á að staða vegakerfisins á Vestfjörðum er mun bágari en annars staðar á landinu. „Vegalengdin frá Bjarkalundi að Þingeyri er um 193 km og tilheyrir þjóðvegi 60, Vestfjarðavegi. Vegurinn þar er liðlega hálfrar aldar gamall. Frá 2002 er búið að leggja um 60 km af nýjum vegi á leiðinni frá Bjarkalundi að Flókalundi. Eftir eru um 65 km á þeirri leið og auk þess 69 km frá Flókalundi yfir Dynjandisheiði um Arnarfjörð og yfir Hrafnseyrarheiði að Þingeyri. Samtals eru 134 km gamlir og úr sér gengir vegir enn í notkun eða um 69% af leiðinni. Vonir standa til þess að í haust verði lokið við 16 km til viðbótar frá Kjálkafirði í Vatnsfjörð. Gangi það eftir verða 118 km eftir eða 61%. Núverandi vegur um heiðarnar er að jafnaði ófær að vetrarlagi. Þessi kafli í stofnvegakerfi landsins er sá versti sem er í notkun og nærri því sá eini sem ekki hefur verið endurnýjaður með heilsárvegi. Þegar lokið er Héðinsfjarðargöngum, Hófaskarðsleið og nýjum vegi um Vopnafjarðarheiði, framkvæmdir sem allar eru á lokastigi, verður umræddur vegarkafli frá Bjarkalundi að Þingeyri sá eini sem ekki er fær allt árið. Hellisheiði eystra er að vísu í tölu stofnvega en vegur um Vopnafjarðarheiði og Háreksstaðaleið hefur að miklu leyti komið í staðinn", segir í umsögninni.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31