A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
28.04.2015 - 20:30 | Hraðsamtalið,Hallgrímur Sveinsson

Íslenskt sjávarfang ehf á Þingeyri: - 25 manns í vinnu fyrstu dagana

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.:  Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Íslenskt sjávarfang ehf, sem hefur aðalbækistöðvar á Bakkabraut 2 í Kópavogi, hóf fiskvinnslu í starfsstöð sinni á Þingeyri á föstudaginn var 24. apríl.

Við slógum á þráðinn til Rúnars Björgvinssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Hvernig fer þetta af stað hjá ykkur?

Þetta fer mjög vel af stað. Allt á fullu. Við byrjuðum á að vinna steinbít af bátnum Agli. Hann fer allur í ferskt.

Hvað er starfsfólkið margt til að byrja með?

Það eru 25 manns í vinnu fyrstu dagana. Síðan er meiningin að fjölga því fljótlega í 30+. 

 

„Íslenskt sjávarfang er öflugt fiskvinnslufyrirtæki með um 100 starfsmenn. Vinnsla fyrirtækisins er í Kópavogi , niður við smábátahöfnina yst á Kársnesinu. Fyrirtækið hefur unnið úr 7 – 9 þúsund tonnum af hráefni á ári s.l. ár. Íslenskt sjávarfang hefur verið í viðskiptum við öflugar útgerðir um hráefnisöflun og er líka stór kaupandi á fiskmörkuðum.

Fyritækið hefur sérhæft sig í vinnslu á þorski, ufsa, ýsu og makríl til útflutnings. Megináhersla hefur verið á ferskar afurðir með flugi og skipum, en fyrirtækið er einnig með söltun og frystingu. Gott starfsfólk og samstarf við útgerðir og útflytjendur hefur gert fyritækinu kleift að vaxa mikið og er í dag eitt öflugasta fiskvinnslufyrirtæki landsins.“

Svo segir á heimasíðu Íslensks sjávarfangs ehf. Áætlað er að vinna allt að 4000 tonn af fiski á ári hjá fyrirtækinu á Þingeyri.

   Þingeyrarvefurinn óskar Íslensku sjávarfangi ehf. gæfu og gengis í störfum þess á Þingeyri
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31