A A A
  • 1931 - Gunnar Bjarnason
  • 1963 - Kristrún Helga Pétursdóttir
  • 1987 - Guđni Páll Viktorsson
09.08.2016 - 06:28 | Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Íslensk ber kom­in í versl­an­ir

Ţađ er ágćt berja­spretta á land­inu. Ljósm.: mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son
Ţađ er ágćt berja­spretta á land­inu. Ljósm.: mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son

Íslensk ber eru kom­in í versl­an­ir. Vín­berið að Lauga­vegi 43 fékk fyrstu send­ing­una frá Vest­fjörðum fyr­ir helg­ina. Stærsti hluti send­ing­ar­inn­ar var aðal­blá­ber og eru enn nokkr­ir pakk­ar óseld­ir. Blá­ber og kræki­ber kláruðust fljót­lega. Katrín Agla Tóm­as­dótt­ir í Vín­ber­inu, sem held­ur hér á berja­bökk­um, seg­ir að ber­in hafi að þessu sinni komið um mánuði fyrr en í fyrra en sum­arið 2015 fór í ann­ála sem mjög lé­legt berja­ár. Sum­arið 2016 hef­ur verið ein­stak­lega hag­stætt og á Katrín Agla von á nýrri send­ingu fljót­lega.

Útlit er fyr­ir að berja­sprett­an í ár verði álíka góð um allt land sem er óvenju­legt, að sögn Sveins Rún­ars Hauks­son­ar, lækn­is og berja­sér­fræðings. 

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31