25.04.2017 - 07:59 | Vestfirska forlagið,Pressan,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason
Illugi verði stjórnarformaður Byggðastofnunar
Illugi Gunnarsson, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, verður á morgun gerður að stjórnarformanni Byggðstofnunar á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn verður í Skagafirði. Þetta fullyrti Fréttablaðið í gær.
Segir blaðið að Jón Gunnarsson samgönguráðherra vilji skipta út Herdísi Á. Sæmundsdóttur núverandi stjórnarformanni fyrir Illuga. Herdís var skipuð í apríl árið 2015 af Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins, sem var ráðherra byggðamála á síðasta kjörtímabili.
Byggðastofnun veitir lán til staða á landinu sem markaðurinn telur sig ekki getað lánað til, skilaði stofnunin 150 milljón króna hagnaði í fyrra. Voru þá árslaun stjórnarformanns 2,4 milljónir króna.