A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
23.11.2016 - 08:54 | Vestfirska forlagið,bb.is

Íbúar Flateyrar gagnrýna sameiningu

Leikskólinn Grænigarður á Flateyri var reistur fyrir söfnunarfé Færeyinga eftir snjóflóðið 1995. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Leikskólinn Grænigarður á Flateyri var reistur fyrir söfnunarfé Færeyinga eftir snjóflóðið 1995. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Samkomuhúsi Flateyrar mánudagskvöldið 21. nóvember 2016. Tilefni fundarins var ákvörðun Ísafjarðarbæjar að sameina leik- og grunnskólann á Flateyri undir eitt þak í húsnæði Grunnskóla Önundarfjarðar. Foreldrum leik- og grunnskólabarna barst í síðustu viku bréf frá bæjaryfirvöldum þar sem þeim var tilkynnt um breytingarnar. 

„Fundurinn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Ísafjarðarbæjar að sameina grunn- og leikskóla Flateyrar undir einu þaki í húsnæði Grunnskóla Önundarfjarðar. 
Ennfremur mótmæla íbúar þeim ásetningi að selja Grænagarð, gjöf Færeyinga til Flateyrar eftir snjóflóðið 1995,“ segir í ályktun frá fundi gærkvöldsins. 

Foreldrar á Flateyri eru ósáttir við vinnubrögð, en þeir segja að breytingarnar hafi ekki verið gerðar í samráði við íbúa, heldur þeim einfaldlega tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar. „Á fundi sem foreldrar leikskólabarna kölluðu eftir síðastliðið vor fullyrti Gísli Halldórsson, bæjarstjóri, í viðurvist Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, að ekki stæði til að sameina skólana undir eitt þak, málið væri ekki á dagskrá og engar ákvarðanir í þessa veru yrðu teknar nema með samþykki foreldra. Föstudaginn 18. nóvember fengu foreldrar svo tölvupóst þar sem sameiningin var tilkynnt. Um tveimur tímum síðar kom fréttatilkynning um málið í Ríkisútvarpinu. Hverfaráð Flateyrar hafði ekki fengið neinar upplýsingar um málið áður en ákvörðunin var tekin á lokuðum fundi,“ segir ennfremur í tilkynningu frá fundinum. 

Fram kemur í gögnum Fræðslunefndar að það sé faglegt mat að að sameining undir eitt þak sé skólastarfi fyrir bestu. Fundurinn dregur þau faglegu rök mjög í efa: „Fundurinn dregur mjög í efa þau faglegu rök sem lögð eru ákvörðuninni til grundvallar, en lögð hefur verið áhersla á það af hálfu Ísafjarðar í allri umræðu um málið að ekki sé um sparnaðaraðgerð að ræða heldur eflingu skólastarfs á Flateyri.“ 

Ályktunin hefur verið send til Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. 

Hér má lesa ályktunina í heild sinni. 


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31