A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
05.08.2015 - 19:27 | Hallgrímur Sveinsson

Hvernig „týpa“ var Jón Sigurðsson?

Jón Sigurðsson rúmlega þrítugur á málverki sem G. T. Wegener málaði um 1844. Ljósm. ókunnur.
Jón Sigurðsson rúmlega þrítugur á málverki sem G. T. Wegener málaði um 1844. Ljósm. ókunnur.

Íslendingar hafa haft tilhneigingu til að hefja Jón forseta til skýjanna, eins og oft er með frelsisleiðtoga hjá þjóðunum. Sem betur fer var hann þó ekki heilagur og gallalaus maður. Hann gat verið mistækur líkt og aðrir menn.

Hitt er annað, að Jón Sigurðsson var svo vel gerður á flestan hátt, að undrum sætir, runninn upp í afskekktri sveit á Vestfjörðum. Hann lifir í þjóðarsálinni fyrir verðleika sína. Fór út í heim með nesti og nýja skó frá foreldrunum, eins og segir í ævintýrunum og gott upplag Vestfirðingsins. Skyggði svo á hvaða konung sem var, eins og Gísli Jónsson menntaskólakennari orðaði það svo skemmtilega. 

  Danir báru mikla virðingu fyrir Jóni Sigurðssyni, þó uppreisnarmaður væri í augum margra þeirra. Kemur þar margt til, einkum þó hversu maðurinn var glæsilegur,  starfsamur og geðþekkur fulltrúi þjóðar, sem ekki var almennt hátt skrifuð þar ytra. Hann var viðræðugóður og glaður maður. Það hefur fallið vel í kramið hjá glaðlyndum Dönum. 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31