A A A
  • 1932 - Bjarni Einarsson
23.04.2015 - 06:26 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hrós vikunnar

Ketilseyrarbræður í smurningspásu. Frá vinstri Jón Reynir, Gunnar og Magnús. Þeir eru allir þjónar almennings á svæðinu og standa sig vel í því stykki. Ljósm.: H. S.
Ketilseyrarbræður í smurningspásu. Frá vinstri Jón Reynir, Gunnar og Magnús. Þeir eru allir þjónar almennings á svæðinu og standa sig vel í því stykki. Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »

Hrós vikunnar fær að þessu sinni Gunnar Gísli Sigurðsson, vinnuvélastjóri frá Ketilseyri. Hann hefur staðið í ströngu upp undir hálfa öld að þjóna okkur hér á miðhluta Vestfjarða. Snjómokstur og alls konar. Nefndu það bara. Endalaust.

   Þessa dagana er hann á kafi við vormokstur á Hrafnseyrarheiði. Hvorki hann né hinir elstu menn muna annan eins snjó þar á köflum. Að vísu segja gárungarnir að þeir elstu muni nú yfirleitt aldrei neitt, en það er önnur saga. 

 

Hallgrímur Sveinsson

Björn Ingi Bjarnason

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31