02.04.2015 - 12:36 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Hrós vikunnar
Hrós vikunnar fær dýrfirski Arnfirðingurinn Elfar Logi Hannesson.
Elfar Logi er ekki einhamur maður eins og sagt var til forna. Dugnaður hans á leiklistarsviðinu hér fyrir vestan verður að teljast mjög sérstakur. Uppbygging Kómedíuleikhússins, sem unnið hefur sér fastan sess, er til dæmis algjörlega hans verk. Þannig mætti lengi telja.
Það er botnlaus vinna á bak við eina sýningu áhugaleikara eins og til dæmis þá sem nú er á fjölunum á Þingeyri. Margir sem við sögu koma, en leikstjórinn er sá sem stillir saman strengina. Elfar Logi er bara einfaldlega snillingur á því sviði sem fleirum.