07.12.2015 - 06:47 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson
Hrós vikunnar
Hrós vikunnar fær Ólafur Steinþórsson, smiður frá Lambadal. Maður hélt nú satt að segja að hann hefði drepið sig á múrverkinu í gamla daga. En það var nú sem betur fer ekki. Hann hefur verið lykilmaður í hinu mikla hugsjónastarfi Eiríks Eiríkssonar Hálandahöfðingja á Felli við endurnýjun gamalla mannvirkja á Þingeyri. Verkin sýna þar merkin. Ólafur er ótrúlega lagtækur og liðlegur smiður og nefndu það bara. Honum fellur aldrei verk úr hendi frekar en mörgum öðrum í hans ættgarði. Svo er nú skapferlið þannig að hann kemur öllum í gott skap bara með því að láta sjá sig og er það ekki öllum gefið.