06.04.2015 - 20:04 | Hallgrímur Sveinsson
Hraðsamtalið
Karl Bjarnason, bóndi í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði, skefur ekki utan af hlutunum
Hvað er til ráða, Kalli?
Vestfirskur landbúnaður:
Það mætti byrja á að hækka verðið á kjötinu. Svo verða sláturhúsin að fara að skila hagræðingunni til okkar bændanna. Við verðum að hlynna að unga fólkinu. Verð á bújörðum verður til dæmis að vera skynsamlegt svo menn ráði við að hefja búskap.
Vestfirskur sjávarútvegur:
Það þarf að auka aflaheimildir til byggðarlaganna og þaðan mega þær ekki fara. Ef við gerum það ekki
verður sama ruglið áfram í gangi. Við eigum að binda auknar aflaheimildir við fiskvinnsluhúsin á stöðunum.
Hallgrímur Sveinsson