30.06.2010 - 21:44 | bb.is
Höfuðskjól og grill á fjölskyldudegi VerkVest
Fjölskyldudagur Verkalýðsfélags Vestfjarða var haldinn í ágætu veðri á víkingasvæðinu á Þingeyri á laugardag. Félagsmenn og fjölskyldur áttu þar ánægjulega samverustund við ýmsa leiki sem íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri stóð fyrir. Bauð félagið þeim sem vildu upp á siglingu í víkingaskipinu Vésteini og þáðu nokkrir boðið. Félagið gaf öllum þeim sem sóttu fjölskyldudaginn höfuðskjól eða „buff" með merki félagsins og að vanda var boðið upp á grillaðar pylsur og gos.
Frá þessu er greint á vef VerkVest.
Frá þessu er greint á vef VerkVest.