A A A
10.02.2017 - 08:19 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Hlýj­asta árið í Stykk­is­hólmi frá upp­hafi mæl­inga

Árið 2016 er hlýj­asta árið frá upp­hafi mæl­inga í Stykk­is­hólmi en saga sam­felldra veður­at­hug­ana í Stykk­is­hólmi nær 171 ár aft­ur í tím­ann eða til hausts­ins 1845.
Árið 2016 er hlýj­asta árið frá upp­hafi mæl­inga í Stykk­is­hólmi en saga sam­felldra veður­at­hug­ana í Stykk­is­hólmi nær 171 ár aft­ur í tím­ann eða til hausts­ins 1845.
« 1 af 2 »

Árið 2016 er hlýj­asta árið frá upp­hafi mæl­inga í Stykk­is­hólmi en saga sam­felldra veður­at­hug­ana í Stykk­is­hólmi nær 171 ár aft­ur í tím­ann eða til hausts­ins 1845. 

Á tíma­bili sam­felldra mæl­inga má draga sögu hitafars í Stykk­is­hólmi (og lík­lega land­inu öllu) sam­an á eft­ir­far­andi hátt:

Veðurfar var kalt á síðari hluta 19. ald­ar og ekki tók að hlýna veru­lega fyrr en á 3. ára­tug 20. ald­ar. Hlý­indakafl­an­um lauk á 7. ára­tugn­um en þá tók við kulda­skeið fram und­ir lok ald­ar­inn­ar. Síðan þá hef­ur hlýnað og eru síðustu ár með þeim hlýj­ustu frá því mæl­ing­ar hóf­ust og síðasta ár það allra hlýj­asta. Útjafnaði fer­ill­inn sýn­ir að nú læt­ur nærri að meðal­hiti yfir u.þ.b. ára­tug sé um 2,5 °C hærri hér á landi en þegar kald­ast var á síðari helm­ingi 19. ald­ar. Þetta kem­ur fram í pistli sem Hall­dór Björns­son, hóp­stjóri lofts­lags­rann­sókna, og Trausti Jóns­son, sér­fræðing­ur í veðurfars­rann­sókn­um, hafa ritað á vef Veður­stofu Íslands.

Á hnatt­ræna vísu var árið 2016 einnig hlýj­asta ár síðan farið var að mæla hita nægi­lega víða til þess að leggja megi traust mat á meðal­hita jarðar.

Mynd­in sýn­ir sam­an­b­urð á þróun hita í Stykk­is­hólmi og á hnatt­ræna vísu. Aug­ljós­lega eru sveifl­urn­ar í Stykk­is­hólmi miklu meiri, en til lengri tíma er hall­inn á röðunum svipaður.

Á hnatt­ræna vísu hef­ur hlýn­un­in 1880–2016 verið að jafnaði um 0,7 °C á öld (sem sam­svar­ar um 1°C hlýn­un yfir tíma­bilið 1880 til 2016). Þetta er lægri tala en fyr­ir Stykk­is­hólm á sama tíma­bili, en mynd 1 sýn­ir að upp­hafs­árið 1880 fell­ur á kald­asta tíma­bil þar síðan mæl­ing­ar hóf­ust og því kann þetta að vera óheppi­legt upp­hafs­ár til að miða við. Ef upp­hafs­árið er fært aft­ur um 20 ár er hlýn­un­in 0,9 °C á öld, sem er aðeins meira en hnatt­ræn hlýn­un á sama tíma­bili.

Hér er hægt að lesa pist­il­inn í heild

 

Morgunblaðið

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31