10.07.2016 - 10:36 | Vestfirska forlagið,skutull.is
Hlaða sjóbúð að fornum hætti í Súgandafirði
Í ágúst n.k. mun Fornminjafélag Súgandafjarðar fara í skemmtilegt verkefni sem er að hlaða sjóðbúð eins og þær voru hér á Vestfjörðum fyrr á öldum.
Valdimar Össurarson úr Kollsvík og Jóhann Pétur Guðmundsson munu leiða vinnuna sem fer fram helgina 12. - 14. ágúst. Ekki er um eiginlegt námskeið að ræða heldur að hittast og læra um þessar merkilegu minjar og byggja eina. Það kostar ekkert að mæta og vera með. Einu skilyrðin er að hafa áhuga á þessarri fornu byggingaraðferð og vilja taka þátt.
Áhugasamir sendi póst á eythor@thekkingarmidlun.is.
Sjá nánar á feisbókarsíðu Áhugafólks um fornminjar á Vestfjörðum
Valdimar Össurarson úr Kollsvík og Jóhann Pétur Guðmundsson munu leiða vinnuna sem fer fram helgina 12. - 14. ágúst. Ekki er um eiginlegt námskeið að ræða heldur að hittast og læra um þessar merkilegu minjar og byggja eina. Það kostar ekkert að mæta og vera með. Einu skilyrðin er að hafa áhuga á þessarri fornu byggingaraðferð og vilja taka þátt.
Áhugasamir sendi póst á eythor@thekkingarmidlun.is.
Sjá nánar á feisbókarsíðu Áhugafólks um fornminjar á Vestfjörðum