16.02.2017 - 14:02 | Vestfirska forlagið,Helga Þórisdóttir,Byggðasafn Vestfjarða,Björn Ingi Bjarnason
Heimildamyndin "Svarta gengið" sýnd í Ísafjarðarbíói 17. febrúar 2017 kl. 19
Heimildarmyndin Svarta gengið eftir Kára G. Schram var frumsýnd í Bíó Paradís fyrir skemmstu verður sýnd í Ísafjarðarbíói á morgun, föstudaginn 17. febrúar 2017 kl. 19.
Myndin gerir hrífandi sögu Þorbjörns Péturssonar, fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði, góð skil. Þegar heilsu hans tók að hraka mjög árið 2010 varð hann sárneyddur að bregða búi og fella allt sitt fé. Meðal fjárins var séralinn, kollóttur og fagur hópur sem Þorbjörn kallaði Svarta gengið. Hver skepna var gædd sínum persónuleika og bar fullt traust til eiganda síns sem á móti var sérlega elskur að bústofni sínum. Þegar til kastanna kom var þorri fjárins á Ósi fluttur í sláturhús en Þorbjörn afréð að jarðsetja mállausu ástvini sína í Svarta genginu heima við ósinn og reisa þeim einstakan minnisvarða.
Jafnframt sótti hann um leyfi yfirvalda til að fá að hvíla við hlið þeirra eftir sinn dag.
Að sýningu lokinni er öllum boðið í drekkutíma, sem haldin verður í Turnhúsinu.
Þar verða þeir Kári og Þorbjörn í góðri stemmningu.
Myndin gerir hrífandi sögu Þorbjörns Péturssonar, fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði, góð skil. Þegar heilsu hans tók að hraka mjög árið 2010 varð hann sárneyddur að bregða búi og fella allt sitt fé. Meðal fjárins var séralinn, kollóttur og fagur hópur sem Þorbjörn kallaði Svarta gengið. Hver skepna var gædd sínum persónuleika og bar fullt traust til eiganda síns sem á móti var sérlega elskur að bústofni sínum. Þegar til kastanna kom var þorri fjárins á Ósi fluttur í sláturhús en Þorbjörn afréð að jarðsetja mállausu ástvini sína í Svarta genginu heima við ósinn og reisa þeim einstakan minnisvarða.
Jafnframt sótti hann um leyfi yfirvalda til að fá að hvíla við hlið þeirra eftir sinn dag.
Að sýningu lokinni er öllum boðið í drekkutíma, sem haldin verður í Turnhúsinu.
Þar verða þeir Kári og Þorbjörn í góðri stemmningu.