A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
09.12.2009 - 23:55 | SÞ

Hátt í 100 manns sóttu sér jólatré

Hátt í 100 manns lögðu leið sína á Sanda að sækja jólatré
Hátt í 100 manns lögðu leið sína á Sanda að sækja jólatré
« 1 af 2 »
Hátt í 100 manns komu á svæði Skógræktarfélags Dýrafjarðar síðastliðinn sunnudag í þeim tilgangi að höggva sér jólatré. Veðrið var hið besta þótt dálítil austan gola væri á, en það er einmitt „fyrirbæri" sem getur verið til ama - en ekki í skógi. Dýrfirðingar eru þess vegna hvattir til að fara að leggja leið sína á Sanda að vetrarlagi þar sem óðum eru að vaxa upp skjólgóðir teigar.

Sigrún Guðmundsdóttir bóndi á Kirkjubóli vill láta þess getið að ef einhverjir hafa áhuga á jólatré - en áttu ekki heimangengt sl. sunnudag, að hún er tilbúin að skjótast með fólki til slíkra verka næstu daga eftir nánara samkomulagi. Síminn hjá Sigrúnu er: 846-8325.

 

Skógræktarfélag Dýrafjarðar þakkar viðskiptin, og óskar öllum nær og fjær gleðilegra jóla !

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31