A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
10.11.2013 - 16:32 | Björn Ingi Bjarnason

Hátíðasamkoma til heiðurs Ásgeiri Sigurðssyni áttræðum

Dýrfirðingurinn Ásgeir Sigurðsson á Selfossi
Dýrfirðingurinn Ásgeir Sigurðsson á Selfossi

Mánudaginn 11. nóvember  verður Ásgeir Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga áttræður. Af því tilefni verður haldin hátíðarsamkoma í Sunnulækjarskóla á Sslfossi honum til heiðurs þetta kvöld kl. 20.30. Þar koma m.a. fram hljóðfæraleikarar, söngvarar og kennarar sem starfað hafa með Ásgeiri í þau tæpu sextíu ár sem  hann hefur  búið á Selfossi. 

Ásgeir Sigurðsson er Dýrfirðingur að ætt og uppruna.

 

Ásgeir stofnaði Lúðrasveit Selfoss og stjórnaði henni í fimmtíu ár, stjórnaði Karlakór Selfoss í rúman áratug og var skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga í rúma tvo áratugi. Ásgeir lék í hljómsveit Óskars Guðmundssonar í rúman áratug. Það var mikill fengur að fá Ásgeir Sigurðsson til starfa hér austur fyrir fjall og njóta leiðsagnar hans. Hann hefur haft stórkostleg áhrif á tónlistaruppeldi Sunnlendinga í þennan tíma og verið samfélaginu ómetanlegur með störfum sínum. Fyrir það viljum við þakka með því að halda honum heiðurssamkomu á afmælisdagi hans 11. nóv. kl. 20.30. í Sunnulækjarskóla á Selfossi. 

Björn Ingi Gíslason

Selfossi

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31