A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
01.06.2013 - 19:46 | BIB

Hátíð hafsins 2013

Dýrfirðingurinn Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, stendur vaktina á Hátíð hafsins!
Dýrfirðingurinn Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, stendur vaktina á Hátíð hafsins!

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna

Helgina 1. – 2. júní er Sjómannadeginum fagnað í Reykjavík og menningu hafsins gert hátt undir höfði með fjölbreyttum hætti. Hátíðarhöld fara fram á Granda og teygja sig yfir á Ægisgarð. Tónlistaratriði, dorgveiði, listasmiðjur, sjóræningjasiglingar, bryggjusprell, furðufiskasýning og margt fleira verður í boði fyrir alla fjölskylduna.

 TÍMAMÓTUM FAGNAÐ – 100 ÁRA OG 75 ÁRA

Þeir sem standa að hátíðinni eru Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð. Báðir þessir aðilar fagna stórum tímamótum í ár en þá eru liðin 100 ár frá því framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn hófust og þann 2. júní verður  haldið upp á 75. ára afmæli Sjómannadagsins.
Fyrstu hátíðahöld Sjómannadagsins fóru fram í Reykjavík og á Ísafirði árið 1938. Síðar voru hátíðahöld Sjómannadagsins tekin upp í flestum sjávarplássum.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31