A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
16.02.2010 - 22:56 | BB.is

Hafa spilað golf frá áramótum

Svona var um að litast á Meðalsvelli í Dýrafirði á laugardag.
Svona var um að litast á Meðalsvelli í Dýrafirði á laugardag.
Kylfingar hafa nýtt sér veðurblíðuna í Dýrafirði að undanförnu en hægt hefur verið að spila golf á Meðaldalsvelli það sem af er ári, eða þar til í gær. „Þeir hörðustu á Ísafirði og nokkrir héðan hafa ekki lagt frá sér kylfurnar. Það hefur nánast verið hægt að spila samfleytt frá áramótum, " segir Jóhannes K. Ingimarsson formaður Golfklúbbsins Glámu. Hann bætir þó við að ekki sé útlit fyrir að hægt verði að spila golf á næstunni miðað við veðurspána en það snjóaði töluvert í Dýrafirði í nótt. Aðspurður hvort að völlurinn þoli svona veðráttu segir Jóhannes að það ætti að vera í lagi. „Það er vissulega ekki gott ef allt er autt og frystir mikið, þá er betra að hafa snjóinn til að verja völlinn. En þetta reddast sjálfsagt allt saman."
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31