Hæð nokkurra vega fyrir vestan yfir sjávarmáli
Hvað er vegurinn yfir Gemlufallsheiði hár? Eða Hrafnseyrarheiði? Sjálfsagt eru margir sem geta ekki svarað þessu. Þess vegna birtum við til gamans hæðir ýmissa fjallvega hérna fyrir vestan og er það samkvæmt skrá Vegagerðarinnar 22. 12. 2010.
Nú er bara að læra þetta utanað! Þá man maður það ævilangt, ekki satt?
Hæð yfir sjó í metrum
Hjallaháls 336
Ódrjúgsháls 160
Klettsháls 332
Kleifaheiði 404
Miklidalur 369
Hálfdán 500
Dynjandisheiði 500
Hrafnseyrarheiði 552
Sandsheiði 530
Gemlufallsheiði 270
Steingrímsfjarðarheiði 439
Þorskafjarðarheiði 490
Þröskuldar 369