A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
16.06.2016 - 15:39 | Vestfirska forlagið,bb.is

Guðni Th. og Eliza á ferð um fjórðunginn

Hér eru Guðni Th. og Eliza í Húsasmiðjunni á Selfossi á -dögunum. Ljósm.: BIB
Hér eru Guðni Th. og Eliza í Húsasmiðjunni á Selfossi á -dögunum. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi heimsækir Vestfirði líkt og greint var frá í frétt á bb.is-vefnum í gær, en það er aldeilis ekki bara Bolungarvík sem heimsótt verður líkt og greint var frá þar.

Hann og eiginkona hans Eliza Reid verða bókstaflega á ferð og flugi um fjórðunginn um helgina.

Fyrsti fundur þeirra verður í Hömrum sal tónlistarskólans á Ísafirði klukkan 11 á laugardag.

Þaðan liggur leið þeirra í Bolungarvík þar sem þau verða með opinn fund í Einarshúsi kl. 14:30. Eftir fundinn ætla þau að horfa á leik Íslands og Ungverjalands í Einarshúsi.

Um kvöldið verða þau á Vagninum á Flateyri þegar leikur Austurríkis og Portúgal verður leikinn, þar gefst fólki tækifæri á að eiga við Guðna orð eftir leikinn. 

Á sunnudag klukkan 9:30 verða þau á Fisherman á Suðureyri.

Þaðan fara þau til Þingeyrar og verða með opinn fund á Hótel Sandafelli klukkan 13.

Þá liggur leið þeirra á fæðingarstað föður Guðna, Patreksfjörð þar sem þau munu eiga kaffispjall við viðstadda í anddyri félagsheimilisins.

Um kvöldið fara þau svo og hitta Tálknfirðinga klukkan 21. Vestfirðingar munu sjá nokkuð mikið af þeim hjónum um helgina og þau munu gera sér far um að stoppa sem víðast og heilsa upp á fólk á förnum vegi. 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31