26.08.2015 - 21:20 | BIB,bb.is
Guðni Ágústsson veislustjóri á Rjómaballinu að Núpi
Rjómaballið er uppskeruhátíð bænda á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vestfjarða.
Veislunni stjórnar enginn annar en bændahöfðinginn og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson.
Rjómaballið er nú haldið í 27. sinn. Upphaflega var ballið samstarfsverkefni afurðastöðva á svæðinu en nú er það Félag kúabænda í Ísafjarðarsýslum sem sér um skemmtunina.
Miðapantanir eru hjá Helgu í Botni í síma 894-4512.