Grænn dagur í grunnskólanum og fleira.
Á morgun, föstudaginn 30. maí er leikjadagur hjá nemendum í 3.-6. bekk skólans. Nemendur í 3.-4. bekk fara og hitta jafnaldra sína í Ísafjarðarbæ á Suðureyri. Nemendur í 5.-6. bekk taka á móti jafnöldrum sínum í Ísafjarðarbæ á Þingeyri.
Skóladagurinn mánudaginn 2. júní verður öðruvísi dagur hjá nemendum og kennurum. 1.-4. bekkingar fara m.a. á hestbak og nemendur í 5.-9. bekk ætla að hjóla langleiðina inn í Botn. Dagurinn endar svo með grillveislu í umsjón foreldrafélagsins. Allir foreldrar velkomnir með!
Í gær, miðvikudaginn 28. maí héldu 10. bekkingar út til Danmerkur í hina árlegu "útskriftarferð", alls 5 nemendur, 2 foreldrar og 1 kennari. Hópurinn kemur aftur heim 2. júní.
Mánudaginn 26. maí sl. færði Ólafur Skúlason skólanum að gjöf fjölda muna sem hann hafði safnað í gegnum tíðina. Um er að ræða muni sem Ólafur hefur fengið upp úr hafinu sem sjómaður s.s. nokkrar tegundir krabba, hákarlatennur og krossfiskar. Grunnskólinn þakkar Ólafi kærlega fyrir góða gjöf.
Sl. sunnudag fór fram sýnining á verkum nemenda, öðru nafni Skólasýning. Sýningin hófst í Félagsheimilinu þar sem nemendur sýndu dansatriði. Verk nemenda voru svo til sýnis í sal skólans. Fjöldi gesta leit við á sunnudaginn og átti góðan dag.