13.03.2016 - 06:44 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Gömlu myndirnar: - Stangarstökk í Svalvogum!
Stangarstökk í Svalvogum!
- Kristján Ottósson, forseti Lagnasambandsins, í uppsveiflu í stangarstökki á túninu í Svalvogum, sennilega einhverntíma á 5. áratug 20. aldar. Stöngin var sjórekin bambusstöng. Það voru engar sandgryfjur á túninu í Svalvogum, bara hörð flötin að koma niður á. Þetta sumar sigraði Kristján í stangarstökki 17. Júní 1953 á íþrótttamóti Höfrungs á Þingeyri. Ekki er vitað hver konan er með barnið í fangi sér. (Mannlíf og saga 13. hefti)
- Kristján Ottósson með skálmarnar girtar ofan í ullarsokkana. Hér er hann með sjóreknu bambusstöngina.