31.12.2010 - 16:49 | JÓH
Gleðilegt ár!
Dýrfirðingar hafa verið duglegir við að safna í brennu undanfarna daga en árið 2010 verður kvatt með áramótabrennu á Þingeyrarodda kl. 20:15 í kvöld. Þá verður áramótadansleikur á Veitingahorninu frá miðnættis til 03:00. Hljómsveitin Stuðpinnarnir frá Þingeyri mun leika fyrir dansi og aðgangseyrir er 500 krónur. Aldurstakmark er 18 ár.
Við hjá Þingeyrarvefnum þökkum fyrir liðið ár og vonum að nýja árið verði ykkur öllum gott og gæfuríkt!
Við hjá Þingeyrarvefnum þökkum fyrir liðið ár og vonum að nýja árið verði ykkur öllum gott og gæfuríkt!