19.11.2012 - 00:40 | JÓH
Glæsilegur árangur hjá Karen Lind
Dýrfirðingurinn Karen Lind Richardsdóttir bar sigur úr býtum í módelfitness á Bikarmóti IFBB sem fór fram um helgina. Karen Lind sigraði í flokki kvenna undir 171 cm á hæð og varð jafnframt í þriðja sæti í heildarkeppni allra flokka. Alls tóku 126 keppendur þátt í mótinu, þar af 65 í módelfitness. Karen Lind er nýbyrjuð í sportinu en hún tók þátt í sínu fyrsta móti fyrr á árinu með mjög góðum árangri. Myndir og nánari úrslit má finna á fitness.is.